Home Fréttir Í fréttum Fallið frá takmörkunum á aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði

Fallið frá takmörkunum á aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði

44
0

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að takmarka ekki frekar aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði en fram til þessa hafa aðlögunarheimildir Evrópusambandsins verið nýttar til þess. Króatía fékk aðilda að Evrópusambandinu árið 2013 en aðildarríkjum var heimilt að takmarka aðgengi Króata að vinnumarkaði sínum ef talið væri að innkoma þeirra gæti valdið verulegri röskun.

<>

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram tillöguna sem samþykkt var í ríkisstjórninni. Ísland nýtti sér aðlögunarheimildina tímabundið og rennur hún út 1. júlí næstkomandi.

Einungis tólf umsóknir bárust frá Króötum um atvinnuleyfi hér á landi á árunum 2013 til 2015. Í ljósi þess, og að höfðu samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins, var tekin ákvörðun um að nýta ekki frekar aðlögunarheimildir til að fresta aðgengi Króata að íslenskum vinnumarkaði.

Heimild: Eyjan.is