Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Reykjanesbær skrifar undir samninga vegna Skógarbrautar 932

Reykjanesbær skrifar undir samninga vegna Skógarbrautar 932

780
0
Myndir: Reykjanesbær

Í vikunni skrifaði Reykjanesbær undir tvenna samninga vegna Skógarbrautar 932. Annars vegar var samningur um breytingar á húsnæði  og hinsvegar samningur um viðbyggingu við húsnæðið.

<>

Skógarbraut 932 mun hýsa leikskóla. Stefnt er að því að klára húsnæðið fyrir næsta haust  svo hægt verði að hefja starfsemi í húsnæðinu.  Verkin voru boðin út og auglýst á Útboðsvefnum eins og reglur segja til um. Lægsta boð fyrir breytingarhlutann átti HUG verktakar en fyrir viðbyggingarhlutann Merkúr – Hýsi.

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Birkir Kúld frá Merkúr - Hýsi handsala samn…

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Birkir Kúld frá Merkúr – Hýsi handsala samninginn um viðbygging við Skógarbraut 932

 

Samningurinn handsalaður um breytingar á húsnæði við Skógarbraut 932

Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs og Unnar Ragnarsson frá HUG verktökum handsala samninginn um breytingar á húsnæðinu við Skógarbraut 932.

Heimild: Reykjanesbær.is