Home Fréttir Í fréttum Ölfus framlengir afslátt á byggingarlóðum í Búðarhverfi

Ölfus framlengir afslátt á byggingarlóðum í Búðarhverfi

206
0
Mynd: Hafnarfrettir.is

Á síðasta fundi bæjarráðs Ölfuss var samþykkt að framlengja afslátt af gatnagerðargjöldum á lóðum í Búðarhverfinu í Þorlákshöfn út maí 2018.

<>

Um er að ræða íbúðahúsalóðir í Búðahverfi með 33,3% afslætti af gatnagerðargjöldum. Heildarverð með afslætti fyrir einbýlishúsalóð er því um 2,8 milljónir króna.

Aðrir afslættir af gatnagerðargjöldum féllu niður frá og með 31. desember 2017.

Heimild: Hafnarfrettir.is