Home Fréttir Í fréttum Nýtt Kringlusvæði verði tilbúið 2030

Nýtt Kringlusvæði verði tilbúið 2030

194
0
Uppbygging á 140-170 þúsund fermetra húsnæði fer væntanlega af stað á Kringlureit á næsta ári. Mynd: Kanon arkitektar

Fasteignafélagið Reitir efndi til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands. Niðurstöður samkeppninnar voru opinberaðar í byrjun nóvember 2017, en tillaga Kanon arkitekta bar sigur úr býtum. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en stefnt er að því að hefja framkvæmdir þegar ramma-, aðal- og deiliskipulagi er lokið. Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, fræddi blaðamann Viðskiptablaðsins um stöðu mála.

<>

„Ef allt gengur vel getum við unnið markvisst að þessu innan þriggja ára. Markmiðið er að geta klárað mest fyrir 2030. Sumt ræðst auðvitað af markaðsaðstæðum. Væntingar okkar eru samt að geta klárað þetta á 10 árum,“ segir Friðjón

Alls fimm hugmyndir

Alls bárust fimm hugmyndir í þessa umræddu samkeppni, en Friðjón segir Reiti hafa átt frumkvæði að því að hefja vinnu við skipulag svæðisins.

„Fyrir ári fórum við að vinna að þessari hugmyndasamkeppni með Reykjavíkurborg og Arkitektafélagi Íslands. Það var talsverð undirbúningsvinna og svo var skipuð sjö manna dómnefnd sem samanstóð aðallega af meirihluta og minnihluta í borginni.“

Fyrirtækið er stærsti handhafi fasteigna og lóða á svæðinu, en fyrirtækið taldi aðalskipulag Reykjavíkur benda til þess að góður samhljómi væri milli væntinga Reita og opinberrar stefnu borgarinnar um að þróa svæðið. Reykjavíkurborg er þar að auki eigandi fasteigna og lóða á svæðinu, en þar má helst nefna Borgarleikhúsið og Borgarbókasafnið.

Einnig eru óstofnaðar lóðir á svæðinu. Undirbúningsvinnan mikil Verkefnið er að sögn Friðjóns þó enn á skipulagsstigi og því skiptir sú undirbúningsvinna miklu máli. „Þetta er skipulagsverkefni eins og er. Rammaskipulagsvinnan er í raun og veru hafin. Það koma einhverjar tímasetningar fram í viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita. Þannig að menn vilja klára þessa rammaskipulagsvinnu fyrir kosningar, svo það má búast við niðurstöðum í apríl eða maí. Í framhaldi af því verður þá hægt að stefna á að breyta aðalskipulagi og þá er hægt að fara í deiliskipulag.“

Heimild: Vb.is