Home Fréttir Í fréttum Lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um tvö þrep

Lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um tvö þrep

54
0
Birgir Ísl. Gunnarsson

Reitun hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur um tvö þrep, úr i.A3 í i.A1. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

<>

„Styrk fjármálastjórn og staðfesta við að fylgja eftir áætlunum eru á meðal ástæðna þess að lánshæfismatsfyrirtækið Styrk fjármálastjórn og staðfesta við að fylgja eftir áætlunum eru á meðal ástæðna þess að lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfiseinkunn Orkuveitu Reykjavíkur um tvö þrep, úr i.A3 í i.A1. Gangi núverandi áætlanir Orkuveitunnar eftir er rúm til enn frekari hækkunar á lánshæfiseinkunninni,” segir í tilkynningunni.

Í mati Reitunar á Orkuveitunni segir: „Horfum í lánshæfi Orkuveitunnar var breytt í jákvæðar í janúar sl. og staðfesti uppgjör félagsins þá þróun sem væntingar stóðu til um. Áframhaldandi styrking á fjárhagsstöðu félagsins, trúverðug fjárhagsáætlun ásamt góðum árangri í að ná markmiðum Plansins og staðfesta stjórnar og stjórnenda er ástæða þess að einkunn félagsins hækkar um tvö þrep.

Samhliða batnandi fjárhagsstöðu og minni áhættu vinnur félagið áfram að aðgerðum til aukins fjárhagslegs svigrúms eins og fram kemur í fjárhagsáætlun þess. Framundan er m.a. fjármögnun sem ætti að styrkja veltufjárhlutfall fyrirtækisins. Svigrúm er til áframhaldandi styrkingar á lánshæfi félagsins gangi markmið og áætlun þess eftir.”

Heimild: Vísir.is