Home Fréttir Í fréttum Salt­húsið end­ur­nýjað á Siglufirði

Salt­húsið end­ur­nýjað á Siglufirði

264
0
Efri hæðin geng­ur í end­ur­nýj­un lífdaga í hönd­um sigl­firskra smiða. MYND: mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Smiðir frá Bygg­inga­fé­lag­inu Bergi á Sigluf­irði hafa und­an­farna mánuði lag­fært gólf­bita og burðar­virki og end­ur­nýjað gólfið á efri hæðinni í Salt­hús­inu, nýj­ustu bygg­ingu Síld­ar­minja­safns­ins. Um er að ræða fyrsta áfanga vinnu inn­an­dyra, en stefnt er að því að taka húsið í notk­un í áföng­um eft­ir því sem verk­inu miðar áfram.

<>

Grunn­ur þess var steypt­ur í byrj­un ág­úst­mánuðar 2014. Húsið var upp­haf­lega byggt á Pat­reks­firði seint á 19. öld og flutt til Ak­ur­eyr­ar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á Sigluf­irði á fyrri hluta 20. ald­ar.

Aldrei fleiri komið en í fyrra
Það var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyr­ir Þjóðminja­safnið árið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naust­um á Ak­ur­eyri 1999 þar sem viðir þess voru geymd­ir þar til sum­arið 2014 að þeir voru flutt­ir til Siglu­fjarðar; gólf- og lof­tein­ing­arn­ar 13. júní og veggein­ing­ar og bita­stæða 17. júní. Var farið sjó­leiðina.

Salt­húsið, gula húsið fyr­ir miðju, er hluti af Síld­ar­minja­safn­inu á Sigluf­irði, sem er mjög vin­sælt meðal er­lendra ferðamanna. MYND: mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráðherra, tók fyrstu skóflu­stung­una 27. maí sama ár og í kjöl­farið var grafið fyr­ir sökkl­um.

Húsið er 25,74×11,98 m að ut­an­máli og 308 m2 að grunn­fleti, ein hæð með port­byggðu risi, og stend­ur á lóðinni milli Roalds­brakka og Gránu.

Aldrei hafa fleiri komið í Síld­ar­minja­safnið en í fyrra, en þá sóttu rúm­lega 26.000 manns það heim. Þar af voru rúm­lega 62% er­lend­ir ferðamenn.

Heimild: Mbl.is