Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið „Hagaland 2. áfangi 2018 – Gatnagerð og veitur“, Verkið felst í jarðvinnu vegna gatnagerðar, fráveitulagna og veitna ásamt lagnavinnu, malbikun og yfirborðsfrágangi.
Útboðsgögn verða afhent á usb-lykli á skrifstofu Framkvæmda og veitusviðs Árborgar við Austurveg 67 á Selfossi, frá og með mánudeginum 22. janúar nk. kl. 13:00.
Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 11:00 föstudaginn 9. febrúar 2018.
Tilboð verða opnuð sama dag kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Verklok eru 15. September 2018.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur á lausu efni 15.700 m3
- Fleygun 1.640 m3
- Neðra burðarlag 1.760 m2
- Fráveitulagnir 2.000 m
- Vatnsveitulagnir 5.850 m
- Stofnskurðir veitna 290 m
- Malbikun 4.525 m2
Framkvæmda- og veitusvið Árborgar