Home Fréttir Í fréttum Heimild veitt fyrir fyrsta vitanum í 30 ár á Íslandi

Heimild veitt fyrir fyrsta vitanum í 30 ár á Íslandi

204
0
Mynd: Umhverfis- og skipulagssvið - Reykjavíkurborg
Borgarráð Reykjavíkur heimilaði á fimmtudag að skipulags- og umhverfissvið borgarinnar komi fyrir nýjum vita við Sæbraut, til móts við Höfða. Hann á að leysa af hólmi vitann í Stýrimannaskólanum, sem hefur að stórum hluta verið í hvarfi fyrir sæfarendum allt síðan háir turnar risu í Borgartúni á árunum fyrir hrun. Vitinn sem rís við Sæbraut verður fyrsti nýi vitinn sem tekinn verður í notkun á landinu í meira en þrjátíu ár.

Nýi vitinn er samstarfsverkefni Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar. Borgarráð samþykkti á fimmtudag beiðni skipulags- og umhverfissviðs um leyfi fyrir framkvæmdinni. Áætlað er að það kosti 75 milljónir króna að búa til undirstöður fyrir vitann við Sæbraut, koma vitanum fyrir og girða svæðið svo fólk fari sér ekki að voða. Fólk getur gengið hringinn kringum vitann á svæði sem er upphækkað frá gangstéttinni meðfram sjónum.

<>

Faxaflóahafnir borga kostnað við sjálfan vitann, sem verður í sama stíl og vitarnir við Austurhöfnina og Eyjagarð. Honum er ætlað að auka öryggi sæfarenda.

Framkvæmdir eiga að hefjast í næsta mánuði og vera lokið í júní.

Heimild: Ruv.is