Home Fréttir Í fréttum Verktími Vesturlandsvegar fer eftir áfangaskiptingu heildarverksins

Verktími Vesturlandsvegar fer eftir áfangaskiptingu heildarverksins

74
0
Mynd: Vegagerðin

Verktími við breikkun Vesturlandsvegar fer eftir því hversu verkinu verður skipt upp í marga áfanga. Í svari til Morgunblaðsins, sbr. frétt blaðsins í dag 23. janúar, var nefnt að líklega yrði verkinu skipt upp í þrennt og þá gæti framkvæmdin í heild tekið 5-7 ár miðað við u.þ.b. tveggja ára verktíma á hvern hluta. Jafn líklegt er að verkinu verði skipt í tvennt og þá yrði verktíminn 3-4 ár í stað 5-7 ára.

<>

Allt ræðst þetta þó af fjárveitingum á hverjum tíma og þær eru ekki í hendi þótt verkið sé á lista yfir verkefni sem farið verði í á næstu árum. Unnið er að nýrri samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í vor eða næsta haust og þá ætti að skýrast hvaða fjárveitingar fást til verksins og þá einnig hversu hratt mögulegt er að breikka Vesturlandsveg sem er brýnt verkefni.

Nefnt er í frétt Morgunblaðsins að heildarkostnaður gæti numið 2.600 milljónir kr. Er það réttilega samkvæmt svari Vegagerðarinnar en þar var miðað við eldri áætlun. Nú er reiknað með að líklegra sé að heildarkostnaður gæti numið 3-4 milljörðum króna.

Heimild: Vegagerðin