Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Seltjarnarnesbær semur við Munck á Íslandi um stækkun og endurbætur íþróttamiðstöðvarinnar

Seltjarnarnesbær semur við Munck á Íslandi um stækkun og endurbætur íþróttamiðstöðvarinnar

379
0
Meðfylgjandi mynd er frá undirritun verksamningsins og á henni eru: Haukur Geirmundsson sviðstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Kári Einarsson íþróttastjóri Gróttu, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og frá Munck voru þeir Ásgeir Loftsson, Guðmundur Þórðarson og Ólafur Steinar Þormar og svo Pétur Vilberg Guðnason frá Strendingi, eftirlitsaðila verksins.

Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins þann 16. janúar sl. Auk íþróttasalar fyrir fimleika verður byggð búningsaðstaða, þreksalur, áhaldageymsla, betrumbætt anddyri og fleira sem tengist íþróttaiðkun.

<>

Í framkvæmdina bárust tilboð frá tveimur aðilum og samþykkti bæjarráð á fundi sínum nr. 58, þann 14. desember 2017 að taka tilboði lægst bjóðanda sem var frá Munck Íslandi ehf. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 703 mkr. Sem var mjög nálægt upphaflegri kostnaðaráætlun bæjarins  en sú hljóðaði upp á 690 mkr.

Framkvæmdir hefjast í næstu viku og verður þá jafnframt ný gönguleið tekin í notkun til að tryggja öryggi nemenda og annarra gangandi vegfarandi á meðan á framkvæmdum stendur. Um leið og húseigendur í nær liggjandi húsum og vegfarendur eru beðnir forláts vegna þeirrar truflunar sem framkvæmdirnar og notkun vinnuvéla mun hafa í för með sér eru þeir vinsamlegast beðnir um að taka sérstakt tillit til aðstæðna.

Áætluð verklok eru 1. maí 2019.

Heimild: Seltjarnarnesbær