Home Fréttir Í fréttum 01.02.2018 Æfingasvæði Víkings. Endurnýjun og stækkun

01.02.2018 Æfingasvæði Víkings. Endurnýjun og stækkun

85
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Æfingasvæði Víkings. Endurnýjun og stækkun. Útboð nr. 14125.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00, mánudaginn 15. janúar 2018.

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða ,,Nýskráing“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 1. febrúar 2018.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða endurnýjun og stækkun knattspyrnuvallar við Traðarland. Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum og girðingum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni.

Helstu magntölur:

Þökuskurður:                     14.300     m2

Burðarlag:                            1.800     m3

Drenlagnir:                              350     m

Gröftur og tilfærsla efnis       500     m3

Vökvunarkerfi:                     1.360     m

Grassáning:                       14.300     m2