F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK) og Veitna ohf er óskað eftir umsóknum hönnuða (forval) um að fá að taka þátt í lokuðu útboði um verkhönnun og gerð útboðsgagna í gatnagerð og lagnir í:
Frakkastígur – Sæbraut / Tryggvagata, Pósthússtræti og torg – Gatnagerð og lagnir – Hönnun. Forval nr. 14135.
Verkefnið felst í verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna gatnagerðar og lagna í tveimur verkum sem verða í aðskildum útboðum. Hönnuður getur gert tilboð í annað hvort verkið eða bæði verkin standist hann kröfur forvals.
Frakkastígur – Sæbraut:
Verkið felst í færslu tengigötu frá Sæbraut að Skúlagötu sem verður eftir færslu í framhaldi af Frakkastíg. Einnig felst verkið í hönnun Frakkastígs frá Skúlagötu að Lindargötu. Gera þarf breytingar á aðkomu að Sólfarinu norðan Sæbrautar. Auk þess þarf að hanna göngu- og hjólastíga um svæðið og færa strætóbiðstöð með tilheyrandi tengistígum. Sett verða upp ný umferðarljós á gatnamótum Sæbrautar og Frakkastígs.
Tryggvagata, Pósthússtræti og torg:
Verkið felst í í endurgerð Tryggvagötu á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu ásamt endurgerð Pósthússtrætis á milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Einnig felst í verkinu hönnun á torgi á gatnamótum Pósthússtrætis og Tryggvagötu (Bæjarins bestu) Um er ræða endurgerði göturýma með svipuðum hætti og gerður hefur verið á miðbæjarsvæði Reykjavíkur á undanförnum árum. Reiknað er með að gangstéttar verði hellulagðar með snjóbræðslu undir og akbrautir malbikaðar. Veitukerfi verða endurnýjuð eftir því sem þörf er á. Reiknað er með að torg verði allt hellulagt.
Lokaskiladagur hönnunar er 12. maí 2018.
Forvalsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is frá kl. 10:00, þriðjudaginn 16. janúar 2018.
Smellið á íslenska fánann neðst á útboðsvefnum til þess að fá vefsíðuna upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða ,,Nýskráing“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan