Home Fréttir Í fréttum End­ur­bæt­ur fyr­ir 332 millj­ón­ir á Sauðár­króki

End­ur­bæt­ur fyr­ir 332 millj­ón­ir á Sauðár­króki

255
0
Sund­laug­in eins og hún kem­ur til með að líta út. Mynd/​Vef­ur Skaga­fjarðar

Fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á Sund­laug Sauðár­króks eru að hefjast en í verk­inu felst end­ur­gerð á nú­ver­andi laug­ar­húsi, jafnt að utan sem inn­an, og breyt­ing­ar á skipu­lagi inn­an­húss.

<>

Aðal­verktaki verks­ins er K-Tak ehf. og hljóm­ar verk­samn­ing­ur­inn upp á 332 millj­ón­ir króna. Verk­inu skal að fullu lokið 15. ág­úst á næsta ári, að því er kem­ur fram á vef Skaga­fjarðar.

Á fyrstu hæð verður and­dyri, snyrt­ing fyr­ir hreyfi­hamlaða, gang­rými, lyfta og aðstaða starfs­manna. Vest­ur­hluti nú­ver­andi kvenna­klefa á jarðhæð verður óráðstafaður og gufubaðið í suðurenda jarðhæðar verður að mestu óbreytt.

Á ann­arri hæð verður út­bú­inn kvenna­klefi og blautgufa í aust­ur­hluta húss­ins en karla­klefi í vest­ur­hlut­an­um.

Breyt­ing­ar á ytra byrði húss­ins fel­ast meðal ann­ars í breyttri glugga- og hurðasetn­ingu, niðurrifi á nú­ver­andi and­dyr­is­bygg­ingu við norðaust­ur-horn. Húsið verður ein­angrað, klætt með múr­klæðningu og málað.

Loka þarf sund­laug­inni á hluta verktím­ans en reynt verður að halda lok­un­um í lág­marki.

Fram­kvæmd­in er 1. áfangi í end­ur­bót­um á sund­laug­inni. Í 2. áfanga er gert ráð fyr­ir viðbygg­ingu set­lauga og renni­brauta.

Heimild: Mbl.is

Meðfylgjandi teikningar sýna hönnun á endurbótunum en tekið skal fram að hönnun á viðbyggingu sem innifelur setlaug og rennibrautir er ekki fullmótuð.