Home Fréttir Í fréttum 110 ára húsi við Hverf­is­götu breytt

110 ára húsi við Hverf­is­götu breytt

186
0
Ætl­un­in er að reisa þriggja hæða hús á Hverf­is­götu 41, auk kjall­ara. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur aug­lýst breyt­ingu á deili­skipu­lagi Hverf­is­götu 41. Með aug­lýstri breyt­ingu mun eitt elsta hús göt­unn­ar breyta um svip

<>

Um leið fækk­ar smá­um, báru­járnsklædd­um timb­ur­hús­um sem ein­kennt hafa Hverf­is­göt­una. Sam­kvæmt fast­eigna­skrá var húsið byggt 1908. Þar eru skráðar fjór­ar íbúðir, 21-91 fer­metri, alls 224 ferm.

Fram kem­ur í aug­lýstri til­lögu að í breyt­ing­unni „felst m.a. að nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar er hækkað, íbúðum fjölgað um þrjár í hús­inu, ein á hverri hæð (utan kjall­ara) og ein í risi, og komið fyr­ir svöl­um á norður­hlið húss­ins“.

Heimild: Mbl.is