Home Fréttir Í fréttum Kostnaðarsamar leka- og rakaskemmdir í húsnæði Háskólans

Kostnaðarsamar leka- og rakaskemmdir í húsnæði Háskólans

78
0
Mynd: Háskólinn á Akureyri

Nýlega komu upp alvarlegar leka- og rakaskemmdir í húsnæði Háskólans á Akureyri. Eldri helmingur húsnæðisins var byggt í kringum 1970 og lengi hefur verið þörf á viðhaldi þar. Rúv greinir frá að nýlega varð gerð úttekt á húsnæðinu og hún leiddi í ljós að ástandið er mun verra en áður var talið.

<>

Í janúar verður rýmt eitt 100 fermetra hús þar sem skemmdir eru mestar en það húsnæði er mest megnis nýtt fyrir skrifstofur starfsfólks. Þá hefur ekki enn verið kvartað undan óþægindum og var úttektin á skemmdunum ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í framkvæmdirnar, áður en að vandamálið færi að valda óþægindum hjá nemendum og starfsfólki.

Framkvæmdirnar sem þarf að leggjast í eru umfangsmiklar og koma til með að taka um tvö ár. Rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson, segir ástæðuna vera hönnun húsanna en þar eru flöt þök helsta ástæða rakamyndunarinnar þar sem vatn safnast auðveldlega saman. Framkvæmdirnar koma til með að lagfæra þökina og setja upp loftræstingar og annað slíkt. Kostnaðurinn er áætlaður í kringum 120-140 milljónir en það eru eingöngu fyrstu tölur.
Eyjólfur segir í samtali við Rúv að þetta sé nokkuð högg fyrir skólann og taki á, þá sé ekki vitað hvernig skólinn og stjórnvöld komi til með að fjármagna verkefnið.

Heimild: Kaffid.is