Home Fréttir Í fréttum Ríkið hef­ur greitt stærsta hlut­ann af frum­vinnu vegna Borg­ar­línu

Ríkið hef­ur greitt stærsta hlut­ann af frum­vinnu vegna Borg­ar­línu

104
0
Frum­vinna vegna Borg­ar­línu kost­ar sitt.

Kostnaður vegna und­ir­bún­ings Borg­ar­línu nem­ur 83 millj­ón­um króna fram til þessa. Ríkið greiðir stærsta hlut­ann eða 55 millj­ón­ir. Þetta kem­ur fram í svari borg­ar­stjóra við fyr­ir­spurn borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

<>

Kostnaður við und­ir­bún­ing að inn­leiðingu Borg­ar­línu í svæðis­skipu­lag sveit­ar­fé­lag­anna og vegna frum­vinnu við skoðun á mögu­legu fyr­ir­komu­lagi innviðaupp­bygg­ing­ar og farþegaþjón­ustu var á ár­un­um 2014 – 2016 tæp­ar 35 millj­ón­ir króna.

Þessi vinna var al­farið fjár­mögnuð af rík­is­fram­lagi til sókn­aráætl­un­ar lands­hluta. Kostnaður við vinnu vegna Borg­ar­línu­verk­efna á ár­inu 2017 mun vænt­an­lega nema um 48 millj­ón­um króna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is