Home Fréttir Í fréttum Kæra útboð á nýju gervigrasi

Kæra útboð á nýju gervigrasi

135
0
Íslenska olíufélagið og Sportisca hafa kært útboð Kópavogsbæjar á nýju gervigrasi í Kórnum til kærunefndar útboðsmála.
Forsvarsmaður fyrirtækjanna segir að útboðsgögn hafi verið illa unnin og lægri tilboð hafi ekki verið skoðuð.

Í útboðinu var sóst eftir gervigrasi án púða með grænni innfyllingu í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi.

<>

Íslenska olíufélagið lagði fram tvö tilboð í verkið og Sportisca, óstofnað félag, lagði fram fimm tilboð þar sem var boðin útfærsla á gervigrasi án fylliefnis. Forsvarsmaður beggja fyrirtækjanna er Sveinbjörn Arnaldsson.

Íslenska olíufélagið var með lægsta tilboðið, rúmlega fjörutíu og ein milljón. Það var ekki skoðað þar sem kurlið var ekki það sem óskað var eftir í útboðinu. Annað fyrirtæki, sem bauð sjötíu og tvær og hálfa milljón fyrir sitt gras, fékk verkið.

Sveinbjörn hefur nú ákveðið að kæra útboðið til kærunefndar útboðsmála. Hann telur að ekki hafi verið rétt staðið að útboðinu og útboðsgögnum hafi ekki verið fylgt.

„Útboðsgögnin voru illa unnin og vinnubrögð Kópavogsbæjar voru bara enn verri. Ekki bara eitt heldur sjö lægri tilboð en valið bárust, flest fullkomlega lögleg samkvæmt reglum KSÍ og FÍFA,“ segir Sveinbjörn.

Sveinbjörn gagnýnir að hans lausn, gervigras án kurls eða sands, hafi ekki verið skoðuð. „Slík bylting færir okkur margfalt nær fullkomnu náttúrulegu knattspyrnugrasi í eiginleikum, útliti og öryggi en þekkst hefur.

Hún bauðst á svipuðum kjörum og valin lausn í verði.“ Hann segir að könnun fyrirtækisins hafi leitt í ljós að iðkendur vilji losna við gúmmíkurlið. Á þetta þurfi bærinn að hlusta. Byrjað er að leggja það gras sem valið var í Kórnum og á því að ljúka um miðjan janúar. Kærunefnd hefur hafnað kröfu Sveinbjörns um að þær verði stöðvaðar.

Kópavogsvær vildi ekki tjá sig um málið þar sem það værí í kæruferli.

Heimild: Ruv.is