Home Fréttir Í fréttum Fimm milljarða verkefni í Færeyjum

Fimm milljarða verkefni í Færeyjum

354
0
Þvereyri í Fær­eyj­um. Ráðgert er að starf­semi nýrr­ar verk­smiðju í þessu nýja 10 þús. fer­metra húsi geti haf­ist um ári eft­ir brun­ann síðasta sum­ar

Skag­inn 3X á Akra­nesi, Kæl­ismiðjan Frost og Raf­eyri á Ak­ur­eyri fram­leiða all­an búnað í eitt stærsta upp­sjáv­ar­hús í heimi, sem nú er í bygg­ingu á Þvereyri á Suðurey í Fær­eyj­um.

<>

Fyr­ir­tækið Varðin Pelagic stefn­ir að því að hefja vinnslu í hús­inu um mitt næsta ár og er samn­ings­upp­hæðin um fimm millj­arðar króna. Fram­kvæmd­ir eru fyr­ir nokkru hafn­ar bæði á Íslandi og í Fær­eyj­um, en fleiri ís­lensk fyr­ir­tæki koma að verk­efn­inu.

Skag­inn 3X er með stærsta hluta verks­ins, en fyr­ir­tækið er nú með verk­efni víða um heim og hef­ur und­an­farið gert fjölda samn­inga um nýj­ar lausn­ir í upp­sjáv­ariðnaði. Má þar nefna upp­setn­ingu á nýrri verk­smiðju fyr­ir Eskju á Eskif­irði og samn­ing við France Pé­lag­ique um nýja kyn­slóð sjálf­virkr­ar vinnslu fyr­ir skip, auk samn­ings­ins við Fær­ey­ing­ana. Alls starfa um 240 manns hjá fyr­ir­tæk­inu og hef­ur þeim fjölgað tals­vert á síðustu miss­er­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um um­svif Skag­ans í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is