Home Fréttir Í fréttum Krafði borgina um milljarða

Krafði borgina um milljarða

156
0
Hlíðarendi. Mynd: mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Sig­urður Sig­ur­geirs­son fjár­fest­ir krafði Reykja­vík­ur­borg um allt að 1,3 millj­arða í bæt­ur vegna breytts skipu­lags á Hlíðar­enda.

<>

For­saga máls­ins er sú að Sig­urður keypti tvo af fjór­um helstu íbúðarreit­um svæðis­ins. Reykja­vík­ur­borg heim­ilaði síðan aukið bygg­ing­ar­magn á öðrum reit vest­an við þá.

Fram kom í bréfi lög­manns Sig­urðar að sú breyt­ing myndi rýra verðmæti fyr­ir­hugaðra íbúða á lóðum hans. Vegna þessa færi hann fram á allt að 1.330 millj­ón­ir í bæt­ur frá borg­inni, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ing um þetta deilu­mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is