Home Fréttir Í fréttum Gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við varn­ar­veggi við Miklu­braut

Gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við varn­ar­veggi við Miklu­braut

107
0
Varn­ar­vegg­ir við Miklu­braut eru ekki viður­kennd­ur búnaður og gera þarf úr­bæt­ur þar á. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Varn­ar­vegg­ir við Miklu­braut eru ekki viður­kennd­ur búnaður og gera þarf úr­bæt­ur þar á. Þetta er meðal þeirra at­huga­semda sem gerðar eru við ör­yggi veg­far­enda við varn­ar­vegg­inn í nýrri ör­ygg­is­út­tekt Vega­gerðar­inn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

<>

Í til­kynn­ingu sem birt er á vef Vega­gerðar­inn­ar kem­ur fram að tvær vett­vangs­ferðir hafi verið farn­ar á svæðið og sé mark­miðið með þeim að gera ný um­ferðarmann­virki eins ör­ugg og hag­kvæmt sé. Bent hafi verið á það er fram­kvæmd­in var enn á hönn­un­arstigi að „kanna þyrfti hvort hljóðvörn, grjót­körfu­vegg­ur á Klambra­túni, til­heyrði viður­kennd­um ör­ygg­is­búnaði.“

„Hönn­un­art­eymi verk­efn­is­ins, sem sam­an­stend­ur af full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar­inn­ar ásamt ráðgjöf­um, leit hins veg­ar svo á að við þess­ar aðstæður í borg­inni væru vegg­ir utan ör­ygg­is­svæðis göt­unn­ar og gerði því ekki breyt­ing­ar á hönn­un­inni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. „Útafa­kst­ur á þess­um kafla hef­ur verið fátíður, árin 1996-2016 var tvisvar ekið á ljósastaur og er ann­ar útafa­kst­ur ekki skráður á tíma­bil­inu.“

Inn­an ör­ygg­is­svæðis sam­kvæmt hönn­un­ar­regl­um

Hljóðvörn­in telj­ist hins veg­ar inn­an ör­ygg­is­svæðis sam­kvæmt veg­hönn­un­ar­regl­um Vega­gerðar­inn­ar og hafi sú at­huga­semd verið ít­rekuð í síðustu skoðun. M.a. þurfi sér­stak­lega „að huga að ákeyrslu­hættu við enda hljóðvarna. Upp­setn­ing vegriðs fyr­ir fram­an hljóðvörn er ein þeirra lausna sem nefnd er til að mæta þess­ari ákeyrslu­hættu en tekið er fram að vegrið feli í sér ákveðna hættu, aðeins eigi að setja vegrið upp þar sem hættu­legra er að aka út af en að aka á vegriðið.“

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að hönn­un­art­eymi verði falið að út­færa hvernig hægt sé að verja enda hljóðvarna með vegriðum og „að meta hvort ástæða sé til að verja grjót­körfu­vegg víðar, m.a. með hliðsjón af jarðvegs­fyll­ingu og gróðri sem á eft­ir að koma upp að veggn­um á köfl­um. Við mat á út­færslu ákeyrslu­varna verði horft til nett­ari gerða vegriða sem taka mið af þeirri lands­lags­hönn­un og því borg­ar­um­hverfi sem þarna er.“

Þá hafi lækk­un há­marks­hraða á þess­um kafla Miklu­braut­ar verið mikið til umræðu síðustu árin, en rann­sókn­ir sýni að með hraðalækk­un dragi úr lík­um á slys­um og eins dragi úr al­var­leika þeirra slysa sem verða.

„Í skýrslu starfs­hóps, sem samþykkt var í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur fyrr á ár­inu er lagt til að hraði á þess­um kafla verði lækkaður úr 60 km/​klst. í 50 km/​klst. í sam­ræmi við um­ferðarör­yggisaðgerðir víða í er­lend­um borg­um. Vega­gerðin hef­ur ekki mælt með því við lög­reglu­stjóra að há­marks­hraði verði lækkaður eins og um­hverfi Miklu­braut­ar var. Vega­gerðin  mun end­ur­skoða það mat m.t.t. þess um­hverf­is sem verið er að ganga frá með nýju fram­kvæmd­inni.“

Heimild: Mbl.is