Home Fréttir Í fréttum Mikil uppbygging verður áfram í Garðabæ á næsta ári

Mikil uppbygging verður áfram í Garðabæ á næsta ári

100
0

Mikil uppbygging verður áfram í Garðabæ á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2018.  Samtals verður framkvæmt fyrir um 1.875 milljónir króna og stærsta einstaka framkvæmdin er áframhaldandi uppbygging Urriðaholtsskóla en einnig er gert ráð fyrir að hefja undirbúning að  uppbyggingu nýs fjölnota íþróttahúss á árinu.

<>

Á árinu 2018 er gert ráð fyrir framkvæmdum að fjárhæð 1.875 mkr. Stærsta einstaka framkvæmdin eru áframhaldandi framkvæmdir við Urriðaholtsskóla en um 400 mkr eru áætlaðar í uppbyggingu skólans.  Aðrar framkvæmdir við skólahúsnæði eru áætlaðar um 300 mkr og verður m.a. byrjað á viðbyggingu við Álftanesskóla.

Fjárveiting að fjárhæð 300 mkr er til að hefja undirbúning við byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri og lokið verður við framkvæmdir við endurbætur á sundlauginni í Ásgarði.  Þá er áætlað að verja 150 mkr til framkvæmda við bæjargarð á Hraunsholti með gerð mana,  göngustíga og leiksvæða.  Til gatna- og gangstéttarframkvæmda ásamt lagningu útivistarstíga er áætlað að verja um 710 mkr.

Fjárhagsáætlun 2018-2021 (síðari umræða – pdf-skjal)

Heimild: Gardabaer.is