Home Fréttir Í fréttum Ólafur Ólafsson : Safnar eign­um und­ir gist­ingu ásamt Mann­verki ehf

Ólafur Ólafsson : Safnar eign­um und­ir gist­ingu ásamt Mann­verki ehf

425
0
Gisti­staðir tengd­ir Mann­verki og Ólafi Ólafs­syni. Mynd: mbl.is

Eig­end­ur fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Mann­verks hafa keypt fjölda fast­eigna í Reykja­vík und­ir gisti­starf­semi. Fé­lagið starfar náið með Ólafi Ólafs­syni, sem gjarn­an er kennd­ur við Sam­skip.

<>

Það sam­starf nær m.a. til tveggja fyr­ir­hugaðra hót­ela á Tryggvagötu og Héðins­reit. Fyrr­nefnda hót­elið verður opnað á næsta ári en óvíst er hvenær upp­bygg­ing á Héðins­reit hefst. Á vef Fest­is seg­ir að fé­lagið Ívars­sel hafi verið stofnað um upp­bygg­ing­una. Það sé í eigu Fest­is og Mann­verks.

Fest­ir, fé­lag Ólafs og konu hans, Ingi­bjarg­ar Kristjáns­dótt­ur, er að breyta Suður­lands­braut 18 í hót­el. Þá kom fram í fjöl­miðlum í haust að Fest­ir und­ir­býr 150 her­bergja hót­el á landi Eiðhúsa á Snæ­fellsnesi. Þá má nefna að Fest­ir hyggst byggja íbúðir á Gelgju­tanga í Reykja­vík, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is