Home Fréttir Í fréttum Áskorun að tengja við gömlu Sundhöllina

Áskorun að tengja við gömlu Sundhöllina

90
0
Nýja útisvæðið séð að ofan. Á hægri hönd er nýi inngangurinn á efri hæð og kvennaklefinn á þeirri neðri. Útilklefarnir eru í löngu álmunni vinstra megin á myndinni. Mynd: VÍSIR/ANTON BRINK
Ný viðbygging og útisundlaug Sundhallar Reykjavíkur opnar á sunnudaginn. Arkitektarnir Ólafur Axelsson og Karl Magnús Karlsson vildu ekki taka samræðuna við gömlu bygginguna yfir, heldur leyfa byggingunum að tala saman.

„Mesta áskorunin var að gera eitthvað sem tengdist fallega við gömlu bygginguna. Þetta er dáldið eins og að fara í partý. Það er hægt að koma inn með látum og tekið allar samræður í partýinu yfir, en svo getur maður líka komið inn í samtalið en staðið samt fyrir sínu. Þá gerist eitthvað skemmtilegt. Þegar allir koma með sitt að borðinu,“ segir Ólafur Axelson, einn arkitektanna á bak við nýja viðbyggingu og útisundlaug Sundhallar Reykjavíkur.

Processed with VSCO with av4 preset
Mynd: Halla Harðardóttir Karl Magnús Karlsson og Ólafur Axelsson

Sundhöll Reykjavíkur var vígð þann 23.mars árið 1937 en næstkomandi sunnudag, rúmum áttatíu árum síðar, verður ný viðbygging og útisundlaug tekin í notkun. Gamla laugin var byggð eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar, arkitekts og þáverandi húsameistara ríkisins. Húnvar byggð í fúnkisstíl, og undir áhrifum frá nýklassík, en fúnkísstefnan var vinsæl í byggingarlist Reykjavíkur þessa tíma eins og sjá má í nánasta umhverfi Sundhallarinnar. Fyrir fimm árum síðan var efnt til hönnunarsamkeppni um stækkun Sundhallarinnar og má segja að þessi samkeppni hafi markað tímamót í íslenskri byggingarsögu, því í fyrsta sinn var boðað var til hönnunarsamkeppni um viðbyggingu og breytingu á friðlýstu húsi. Sem þýðir að arkitektarnir fengu  ekki alveg frjálsar hendur, heldur þurftu að taka tillit til þess sem Guðjón Samúelsson hafði þegar gert.  Það voru þeir Karl Magnús Karlsson, Heba Hertevig og Ólafur Axelsson hjá VA arkitektum sem unnu tillöguna.

Processed with VSCO with av4 preset
Mynd: Halla Harðardóttir
 

Heimild: Ruv.is

Previous articleÍbúar vilja bætur vegna hótels við Snorrabraut
Next articleÓlafur Ólafsson : Safnar eign­um und­ir gist­ingu ásamt Mann­verki ehf