Home Fréttir Í fréttum RARIK byggir aðveitustöð í Vík

RARIK byggir aðveitustöð í Vík

211
0
Mynd: Ásgeir Magnússon

RARIK byggir nú 33/19 kV aðveitustöð í Vík í Mýrdal. Framkvæmdir við húsbyggingu hófust júní og verktaki er Húsheild ehf. Verkið hefur gengið vel og eru verklok áformuð 1. desember í samræmi við verksamning. Áformað er að hefja uppsetningu 19 og 33 kV rofabúnaðar fyrir lok nóvember. Allur 33 kV rofabúnaður verður endurnýjaður og verður ásamt 33/19 kV spenni og öðrum búnaði sem fram til þessa hefur staðið utanhúss fluttur inn í nýju aðveitustöðina. Jafnframt verður nýr 19 kV rofabúnaður settur upp í stöðinni fyrir Vík og nærliggjandi sveitir. Tengivinna mun hefjast eftir áramótin og áætlað er að taka stöðina í notkun næsta vor.

Heimild: Rarik.is

Previous articleÁsókn í lúx­us­inn í nýju fjöl­býl­is­húsi á Tryggvagötu
Next article08.12.2017 Ástúni 10. Utanhúsviðhald – Glerskipti, Rennur og Málning