Home Fréttir Í fréttum Ásókn í lúx­us­inn í nýju fjöl­býl­is­húsi á Tryggvagötu

Ásókn í lúx­us­inn í nýju fjöl­býl­is­húsi á Tryggvagötu

134
0
Mynd: mbl.is/​RAX

Búið er að taka frá átta lúxus­í­búðir í nýju fjöl­býl­is­húsi á Tryggvagötu þrem­ur dög­um eft­ir að sala hófst á laug­ar­dag­inn var. Sölu­verðið hleyp­ur á hundruðum millj­óna króna.

Verð á aug­lýst­um íbúðum er frá 43,5 til 143 millj­ón­ir króna. Þrjár kosta 140 millj­ón­ir eða meira, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sölu lúxus­í­búða í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt fast­eigna­vef mbl.is er meðal­verð 20 íbúða í nýja hús­inu um 75 millj­ón­ir og meðal­stærðin um 95 fer­metr­ar. Meðal­verð á fer­metra er því tæp­lega 790 þúsund krón­ur.

Heimild: Mbl.is

Previous articleMikið framboð af dýrum lúxusíbúðum
Next articleRARIK byggir aðveitustöð í Vík