Home Fréttir Í fréttum Landsnet semur við Ístak

Landsnet semur við Ístak

80
0
Frá undirritun samningsins.

Landsnet og Ístak hafa undirritað 228 milljóna króna samkomulag um lagningu jarðstrengs.

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við ÍSTAK um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

<>

Samningurinn, sem undirritaður var af Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets og Óskari Jósefssyni, framkvæmdastjóra ÍSTAKS, er upp á tæplega 228 milljónir króna. Strax verður hafist handa við undirbúning og slóðagerð í Helguvík og standa vonir til að hægt verði að byrja að grafa fyrir jarðstrengnum í næstu viku.

Undirbúningur jarðstrengsverkefnisins hófst hjá Landsneti haustið 2014, í framhaldi af samningi um flutning raforku til kísilvers United Silicon sem kveður á um að tengingin verði tilbúin 1. febrúar 2016.

Strengurinn mun tengja saman Stakk, nýtt tengivirki Landsnets í Helguvík sem nú er í byggingu, og tengivirki félagsins á Fitjum. Hann er gerður fyrir 132 kílóvolta (kV) spennu, verður 8,5 km langur og er með heilum álleiðara, sem er nýmæli í jarðstrengjum.

Heimild: Vb.is