Home Fréttir Í fréttum Tíu þúsund leggja niður störf á hádegi

Tíu þúsund leggja niður störf á hádegi

75
0
Mynd: Anton Brink RÚV
Allt stefnir í að fyrsta verkfallsaðgerð Starfsgreinasambandsins skelli á í dag, og rúmlega tíu þúsund félagsmenn sambandsins leggi niður störf á hádegi. Verkfallið stendur í tólf klukkustundir og nær til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins.

Boðaður hefur verið samningafundur hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag milli samninganefnda Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins.

<>

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir engar lausnamiðaðar viðræður hafa verið í gangi til þessa. Samtök atvinnulífsins hafi hafnað kröfugerð þeirra en ekki komið með tilboð á móti.

Enginn fundur hjá BHM fyrr en á mánudag

Sáttafundur í kjaradeilu BHM og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur. Næsti fundur þeirra hefur verið boðaður á mánudag. Verkfallsaðgerðir yfir þrjúþúsund félagsmanna BHM sem vinna hjá ríkinu hófust 7. apríl.

Heimild: Rúv.is