Home Fréttir Í fréttum Brotafl ehf. tekið til gjaldþrota­skipta

Brotafl ehf. tekið til gjaldþrota­skipta

234
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar

Brotafl ehf. hef­ur verið tekið til gjaldþrota­skipta en fé­lagið er til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara vegna gruns um stór­felld auðgun­ar­brot sem skipta hundruðum millj­óna króna. Til­kynnt var um gjaldþrotið í Lög­birt­inga­blaðinu.

<>

Fyr­ir um einu og hálfu ári var greint frá því að 5-10 fé­lög væru til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara og að meðal þeirra væru Brotafl ehf. og Kraft­bind­ing­ar ehf. Eig­andi Brotafls er tengdafaðir ann­ars eig­anda Kraft­bind­inga og sam­kvæmd upp­lýs­ing­um mbl.is er málið enn til rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara.

Farið var í 11 hús­leit­ir þar sem lagt var hald á gögn­ og fjár­muni. Þá fannst einnig ein kanna­bis­rækt­un og var hald lagt á um 100 plönt­ur.  Níu voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­regl­unn­ar og fimm þeirra hneppt­ir í gæslu­v­arðhald.

Þá rann­sakaði man­sal­steymi lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins hvort verk­tak­arn­ir hefðu gerst sek­ir um man­sal á hátt í sjö­tíu er­lend­um verka­mönn­um frá Póllandi, Lett­landi og Lit­há­en en ekk­ert var aðhafst vegna þess.

Heimild: Mbl.is