Home Fréttir Í fréttum Skólpið í rétta átt á tveim­ur Foss­hót­el­um

Skólpið í rétta átt á tveim­ur Foss­hót­el­um

68
0
Mynd: Fosshotel.is

Í lok nóv­em­ber verður lokið við að reisa nýtt viðbót­ar hreinsi­virki fyr­ir skólp á Foss­hót­el­inu Vatna­jök­ul á Lind­ar­bakka við Höfn. Í sept­em­ber gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hót­els­ins og veitti frest til úr­bóta til 20. nóv­em­ber.

<>

Sótt var um frest til mánaðamóta til að ljúka fram­kvæmd­um sem orðið var við. Hreinsi­virkið er komið en unnið er að því að tengja stöðina.

„Við ætluðum að nýta eldri rotþró sem var þarna fyr­ir en hún var orðin slæm,“ seg­ir Davíð T. Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela sem er eig­andi Foss-hót­elkeðjunn­ar. Auk þess var rotþróin ekki tæmd í eitt skipti, að sögn Davíðs. Það varð til þess að skólp­meng­un varð á yf­ir­borði lands við frá­veitu­virkið, en þetta kom fram í fund­ar­gerð heil­brigðis­nefnd­ar.

Á hinu Foss­hót­el­inu Jök­uls­ár­lón á Hnappa­völl­um virkaði ekki líf­ræn skólp­hreins­istöð sem skyldi. Ástæðan fyr­ir því er sú að hún varð fyr­ir hnjaski í mikl­um vatns­flaumi í vor. Viðgerð á henni er lokið. „Það er búið að taka sýni og þau eru öll í rétta átt. Sú hreins­istöð er að þró­ast í rétta átt,“ seg­ir Davíð. Hann tek­ur fram að það taki tíma fyr­ir gerla að virka eins og vera ber. Helga Hreins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Aust­ur­lands, bend­ir á að hægt sé að flýta fyr­ir virkni gerl­anna með því að setja efni sam­an við þróna.

„Þetta hef­ur tekið mjög lang­an tíma en er í rétta átt núna,“ seg­ir Helga.

Heimild: Mbl.is