Home Fréttir Í fréttum Allt að einn og hálfur milljarður í uppbyggingu hjá RARIK í Skagafirði

Allt að einn og hálfur milljarður í uppbyggingu hjá RARIK í Skagafirði

118
0
Mynd: Feykir.is

Í fjórða þætti Atvinnupúlsins í Skagafirði, sem frumsýndur var á N4 , var m.a. rætt við Tryggva Þór Haraldsson forstjóra RAKIK. Hann segir að allt að einum og hálfum milljarði króna verði varið í verkefni í Skagafirði næstu misserin.

<>

Uppbygging RARIK, sem verið hefur í undirbúningi í nokkurn tíma, miðast fyrst og fremst að því að tryggja raforkuöryggi í Skagafirði og að raforkunotkun geti tvöfaldast á svæðinu.

Landsnet áformar að leggja 66 kílóvolta jarðstreng frá Varmahlíð í nýja aðveitustöð á Sauðárkróki og verður hún staðsett í iðnaðarhverfinu syðst í bænum.

Sauðárkrókur hefur hingað til verið tengdur við eina línu frá Varmahlíð og hefur rafmagnsöryggi ekki verið upp á það besta. Rafmagnsnotkun staðarins er upp á 4-5 megavött en í náinni framtíð er áætlað að hún muni tvöfaldast.

Heimild: Feykir.is