Home Fréttir Í fréttum Milljarða gjaldþrot Helgafellsbygginga

Milljarða gjaldþrot Helgafellsbygginga

155
0
Helga­fells­hverfið í Mos­fells­bæ Mynd: mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Kröf­ur í þrota­bú Helga­fells­bygg­inga námu 4.068 millj­ón­um króna en aðeins feng­ust tæp­ar 12,8 millj­ón­ir upp í kröf­urn­ar, eða 0,31%. Lang­stærsti kröfu­haf­inn er Lands­bank­inn með 99,8% krafna í búið en Orku­veita Reykja­vík­ur á rest.

<>

Helga­fells­bygg­ing­ar ehf. voru tekn­ar til gjaldþrota­skipta í mars 2013 en fyr­ir­tækið var stofnað í kring­um viðamikla upp­bygg­ingu á Helga­fellsland­inu þar sem reisa átti um þúsund íbúðir. Sama ár eignaðist Lands­bank­inn lóðir og lend­ur í hverf­inu vegna upp­gjörs við fé­lagið.

Sam­kvæmt frétt Viðskipta­blaðsins gerði fé­lagið samn­ing við bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar árið 2006. Það gat ekki staðið í skil­um við bæj­ar­sjóð vegna lóðakaupa og nam skuld­in 246 millj­ón­um króna.

Meðal hlut­hafa var fast­eigna­sal­inn Arn­ar Sölva­son sem var í sjálf­skuld­arábyrgð fyr­ir fé­lag­inu. Gjaldþrot hans nam 2,5 millj­örðum króna og er með stærri gjaldþrot­um ein­stak­lings hér á landi.

Skipta­fund­ur þrota­bús Helga­fells­bygg­inga fer fram 1. des­em­ber.

Heimild: Mbl.is