Home Fréttir Í fréttum Byggja á þriðja tug íbúða á Hvols­velli

Byggja á þriðja tug íbúða á Hvols­velli

117
0
Við und­ir­rit­un verk­samn­ings­ins. ­mynd: mbl.is/​Aðsend

Slát­ur­fé­lag Suður­lands og Mím­ir fast­eign­ir hafa und­ir­ritað verk­samn­ing um bygg­ingu fyrsta áfanga af þrem­ur í upp­bygg­ingu alls 24 íbúða á Hvols­velli til út­leigu til starfs­fólks SS.

<>

Í fyrsta áfanga verða byggð raðhús með 8 íbúðum, sem hver er um sig 50 fer­metr­ar. Skóflu­stung­an var tek­in á laug­ar­dag­inn og var þá grafið fyr­ir hús­inu, sem mun rísa í Gunn­ars­gerði 2 á Hvols­velli, á lóð sem Rangárþing eystra út­hlutaði SS í nýrri götu.

Arki­tekta­hönn­un er unn­in af Teikni­stofu arki­tekta, Gylfa Guðjóns­syni og fé­lög­um, en Mím­ir fast­eigna­fé­lag ehf. ann­ast alla aðra hönn­un, smíði og frá­gang íbúðanna inn­an- og ut­an­húss ásamt lóðafrá­gangi að því er kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá SS.

Heimild: Mbl.is