Home Fréttir Í fréttum Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007

Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007

165
0

Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur.

<>

Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana.

Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007.

Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins.

Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat.

Heimild: Visir.is