Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í eftirlitsþjónustu vegna framkvæmda við fyrirhugaða Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsveit samkvæmt útboðsgögnum nr. 20189.
Verkefnið felst í eftirliti með:
1) Verksamningi fyrir „ Þeistareykjavirkjun – Byggingar“ samkvæmt útboðsgögnum 20150, verkið felst í byggingu stöðvarhúss fyrir tvær 45 MWe vélasamstæður ásamt öllum frágangi þess.
Áætlað er að framkvæmdir við stöðvarhús hefjist í maí 2015 og verklok eru í lok nóvember 2016.
2) Verksamningi „ Þeistareykjavirkjun – Veitur „ samkvæmt útboðsgögnum 20151 þ.e. með bygginu veitukerfis Þeistareykavirkjunar fyrir eina 45 MWe vélasamstæðu. Verkið skiptist í uppsetningu lagna, ofanjarðar og niðurgrafinna, byggingu lokahúsa auk smærri skýla.
Áætlað er að framkvæmdir við veitur hefjist í maí 2015 og verklok eru í júlí 2017.
Gert er ráð fyrir að vinna við eftirlit geti hafist í júní 2015 og ljúki í júlí 2017.
Kynningarfundur um verkið verður 14. apríl kl. 10.00 hjá Landsvirkjun á Háaleitisbraut 68.
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, fyrir klukkan 12:00 fimmtudaginn
7. maí 2015 þar sem þau verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.