Home Fréttir Útboð 21.04.2015 Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu hitaveitu

21.04.2015 Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu hitaveitu

75
0

Útboð

<>

 

Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í verkið

Húnaþing vestra hitaveita 2015

 

Vinnuútboð

Hitaveita Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu hitaveitu í Miðfirði og Hrútafirði. Um er að ræða lögn á 17,5 km af foreinangruðum stállögnum DN25 – DN125 sem lagðar eru í skurð auk plægingar og lögn á 32,3 km af foreinangruðum plaströrum 25 – 63 mm og tengingum við um 40 hús.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 31. október 2015.

Útboðsgögn verða afhent hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og með mánudeginum 30. mars nk.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5 Hvammstanga kl. 11:00  þriðjudaginn 21. apríl nk.