Home Fréttir Í fréttum Frumvörp Eyglóar Harðardóttur munu ekki verða afgreidd fyrir páska

Frumvörp Eyglóar Harðardóttur munu ekki verða afgreidd fyrir páska

84
0

eyglo hardardotttirFrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um stofnframlög til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum og hækkun húsaleigubóta verða ekki afgreidd fyrir páska. Þetta varð ljóst eftir að fundi ríkisstjórnar lauk í gær, en frumvörpin voru ekki til umræðu á fundinum.

<>

Frumvörp um breytingu á húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög voru hins vegar afgreidd úr ríkisstjórn á mánudag. Ástæða þess að fyrrnefndu tvö frumvörpin verða ekki afgreidd er að kostnaðarmati á þeim er ekki lokið í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Frumvörpin miða annars vegar að því að hækka húsaleigubætur og hins vegar að því að félög sem miði að því að fjölga leiguíbúðum fái ívilnanir frá hinu opinbera, ýmist með styrkjum eða niðurgreiddum vaxtakostnaði. Óvíst er á þessu stigi hvað þetta myndi kosta ríkissjóð