Home Fréttir Í fréttum Innsiglingin í Þorlákshöfn dýpkuð

Innsiglingin í Þorlákshöfn dýpkuð

129
0

Björgun ehf átti lægsta boðið í dýpkun innsiglingarinnar í Þorlákshöfn sem vinna á fyrir áramót.

<>

Svæðið sem dýpka á er fyrst og fremst utan hafnar en magn dýpkunar er 55.000 rúmmetrar.

Tilboð Björgunar hljóðaði upp á rúmar 34,4 milljónir króna og var 65,2% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar sem var 52,8 milljónir króna.

Jan De Nul N.N., á Íslandi bauð einnig í verkið, tæpar 64,3 milljónir króna.

Verkinu á að vera lokið fyrir 1. janúar næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is