Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Þjótandi bauð lægst í Laugarvatnsveg

Opnun útboðs: Þjótandi bauð lægst í Laugarvatnsveg

71
0

Þjótandi ehf á Hellu bauð lægst í endurbætur á 4,2 kílómetra kafla á Laugarvatnsvegi sem vinna á í vetur og næsta sumar.

<>

Til stendur að breikka veginn frá Grafará að Laugarvatni og verður sá hluti verksins unninn í vetur. Eftir 15. apríl næstkomandi verður núverandi slitlag svo fræst upp, vegurinn styrktur og lögð út klæðning.

Fjögur tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var 172,8 milljónir króna.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á rúmar 183,9 milljónir króna en önnur boð komu frá Suðurtaki ehf rúmar 198,4 milljónir króna, Borgarverki ehf tæpar 222,7 milljónir króna og frá Magnús Ingiberg Jónsson ehf rúmar 224,9 milljónir króna.

Verkinu á að vera að fullu lokið eigi síðar en þann 15. september 2018.

Heimild: Sunnlenska.is