Home Fréttir Í fréttum Hringlaga hjúkrunarheimili hlutskarpast

Hringlaga hjúkrunarheimili hlutskarpast

225
0
Fyrstu verðlaunatillöguna áttu Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.

Nýtt hjúkrunarheimili mun rísa á Selfossi á næstu þremur árum með sextíu herbergjum. Heimilið sem mun kosta 1,6 milljarð króna verður hringlaga með einka svölum fyrir heimilismenn og góðu útsýni.

Sautján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni um nýja hjúkrunarheimilið. Það fór svo að Urban arkitektar unnu samkeppnina og fengu fimm milljónir króna í verðlaunafé. Tillagan gengur út á byggingu á tveimur hæðum í hringlaga formi sem umvefur heimilið og rammar inn starfsemina.

Verðlaunatillögurnar voru upplýstar í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar var líka undirritaður samningur á milli sveitarfélaganna og ríkisins um 10 ný aukaherbergi á nýja hjúkrunarheimilið sem verða nú 60 í stað 50.

Framkvæmdir við nýja hjúkrunarheimilið hefjast á nýju ári og á það að verða tilbúið á vormánuðum 2020 ef allt gengur upp.

Heimild: Visir.is

Previous article24.11.2017 Bygging og jarðvinna við nýtt tengivirki á Hvolsvelli
Next articleAustfirskt byggingarefni í útrás?