Home Fréttir Í fréttum 24.11.2017 Bygging og jarðvinna við nýtt tengivirki á Hvolsvelli

24.11.2017 Bygging og jarðvinna við nýtt tengivirki á Hvolsvelli

172
0

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss fyrir tengivirki á Hvolsvelli og að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum HVO-01, Tengivirki á Hvolsvelli, Byggingarvirki.

<>

Hægt er að gera tilboð í verkið á þrjá vegu.

  1. Allt verkið.
  2. Eingöngu jarðvinnu samkvæmt kafla „IV.2-1 Jarðvinna 1
  3. Verkið án jarðvinnu samkvæmt kafla „IV.2-1 Jarðvinna 1

Byggingin skal tilbúin undir uppsetningu rafbúnaðar 30.11.2018 en verkinu skal lokið að fullu þann 30.08.2019.

Nánari útlistun á verkinu er finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg í útboðskerfi Landsnets Delta e-Sourcing. Um er að ræða rafrænt útboðsferli.

Áhugasamir þáttakendur þurfa að skrá sig inn í kerfið og sækja útboðsgögn. Tilboðum og meðfylgjandi gögnum skal skila rafrænt í gegnum kerfið. Ef ýtt er á “Skoða nánar” hér að neðan, vísar það beint inn á útboðskerfið.  Eftir að þáttakandi hefur skráð sig inn í kerfið skal notast við kóðann JX6B783BBH til að fá aðgang að þessu útboði.

Athugið að öll samskipti þ.m.t. fyrirspurnir, viðaukar og svör eru afgreidd í gegnum kerfið.  Athugið að kerfið er á ensku. 

Tilboðum skal skila rafrænt fyrir kl. 14.00 24.11.2017. Tilboð verða opnuð hjá Landsneti, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.