Home Fréttir Í fréttum Niðurstöður dómnefndar kynntar á morgun vegna hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

Niðurstöður dómnefndar kynntar á morgun vegna hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

112
0

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd velferðarráðuneytis og Sveitarfélagsins Árborgar, bauð til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg í maí síðastliðnum í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

<>

Um er að ræða 50 hjúkrunarrými á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.

Nýbyggingin má vera að hámarki 3.250 m².

Í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og þeim verði lokið vorið 2020.

Dómnefnd hefur lokið störfum en alls bárust 17 tillögur. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar á morgun, þriðjudaginn 24. október, í Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 15:00.

Í sal (Oddi, aðalbygging):
Opnunarávarp: Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar
Kynning á niðurstöðu dómnefndar: Bryndís Þorvaldsdóttir, formaður dómnefndar og sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu
Lokaávarp: Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

Á nemendatorgi Fjölbrautaskóla Suðurlands (Hamar, verknámshús):
Tillögur til sýnis: Alls bárust 17 tillögur og verða þær allar til sýnis.
Boðið verður upp á kaffi á nemendatorginu.

Velferðarráðuneytið
Sveitarfélagið Árborg

Heimild: Fsr.is