Home Fréttir Í fréttum Fá ekki að byggja 1500 fermetra svefnskála undir starfsfólk

Fá ekki að byggja 1500 fermetra svefnskála undir starfsfólk

67
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Munck Íslandi ehf. sótti á dögunum um leyfi til að reisa tvo 750 fermetra svefnskála á tveimur hæðum,við Valhallarbrautar 763-764 á Ásbrú. Til stóð að byggingarnar myndu standa á svæðinu næstu fimm árin, en umsókn fyrirtækisins var hafnað af Umhverfisráði Reykjanesbæjar.

<>

Umsókn fyrirtækisins var meðal annars hafnað með vísan í grein byggingareglugerðar nr. 6.11.8, sem fjallar um slík bráðbirgðahúsnæði sem standa eiga í 4 mánuði eða lengur. Þá er ekki er til deiliskipulag af umræddu svæði en stefnumótun er í vinnslu á vegum sveitarfélagsins og slík mannvirki falla ekki að hugmyndum um nýtingu svæðisins.

Umhverfis- og skipulagsráð segir þó í fundargerð að töluverð þörf sé á að leysa bráðahúsnæðisvanda vegna fjölgunar þjónustustarfa við flugvöllinn en þar sem framkvæmd sem þessi væri fordæmisgefandi þótti ekki við hæfi að veita leyfið.

Leitað var umsagnar skipulagsfulltrúa við vinnslu málsins, sem mælti gegn því að erindið yrði samþykkt.

Heimild: Sudurnes.net