Home Fréttir Í fréttum Yfir 80% lóða utan almenna markaðarins

Yfir 80% lóða utan almenna markaðarins

246
0

Borgarráð úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir. Af 1.435 íbúðum sem lóðum hefur verið úthlutað til fara 265 á almennan markað.

<>

eykjavík hefur samþykkt úthutun lóða fyrir 530 íbúðir og hefur þá í heild verið úthlutað lóðum fyrir 1.435 íbúðir í ár. Lóðirnar sem úthlutað var í dag eru Stakkahlíð og Nauthólsvegur að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Við Stakkahlíð fá Byggingarfélag námsmanna byggingarrétt á 100 íbúðum fyrir stúdenta og Samtök eldri borgara byggingarrétt fyrir 60 íbúðir fyrir aldraða. Á Nauthólsvegi mun Háskólinn í Reykjavík byggja 370 íbúðir fyrir stúdenta.

Langstærsti hlutinn ekki á almennan markað

Þegar skoðað er hlutfall þeirra íbúða sem einkaaðilar byggja fyrir almennan markað annars vegar og hins vegar íbúðir sem byggingarfélög aldraðra, verkalýsðfélaga, stúdenta, eða aðra hópa utan hins hefðbundna einkaeignarfyrirkomulags kemur athyglisverð skipting í ljós.

Einungis 265 af íbúðunum virðast í fljótu bragði vera ætlaðar til sölu á almennum markaði, en sú tala inniheldur 176 íbúðir við Vesturbugt sem er félag stofnað af VSÓ ráðgjöf í samstarfi við Reykjavíkurborg, svo mögulega myndu einhverjar þeirra íbúða vera teknar undir félagslegt hlutverk.

En samanlagt munu íbúðir fyrir stúdenta, aldraðra, öryrkja, á vegum verkalýðsfélaga fyrir efnaminna fólk auk 78 íbúða húsnæðissamvinnufélagsins búseta nema 1.170 af þessum 1.435 íbúðum. Það er yfir 81,5% allra íbúðanna sem úthlutað hefur verið fyrir það sem af er ári í Reykjavíkurborg.

Í meirihluta í borginni starfa saman Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri grænir og Píratar en í minnihluta eru Sjálfstæðismenn, Framsókn og flugvallarvinir og einn sjálfstæður borgarfulltrúi.

Hér að neðan er má sjá yfirlit úthlutunar á byggingarrétti á þessu ári, samtals 1.435 íbúðir:

• Stakkahlíð: Byggingarfélag námsmanna byggir 100 íbúðir fyrir stúdenta
• Stakkahlíð: Samtök aldraðra byggir 60 íbúðir fyrir aldraða
• Nauthólsvegur: Háskólinn í Reykjavík byggir 370 íbúðir fyrir stúdenta
• Reynisvatnsás: Einstaklingar fá 22 lóðir fyrir einbýlishús
• Hallgerðargata: Brynja hússjóður Öryrkjabandalags Íslands byggir 37 íbúðir
• Hallgerðargata: Bjarg íbúðafélag ASÍ og BSRB byggir 63 íbúðir
• Hraunbær 103 A: Dverghamrar verktaki byggir 60 íbúðir
• Keilugrandi 1: Búseti húsnæðissamvinnufélag byggir 78 íbúðir
• Móavegur 2 – 4: Bjarg íbúðafélag ASÍ og BSRB byggir 156 íbúðir
• Nýlendugata 34: Reir ehf. fasteignafélag byggir 7 íbúðir
• Urðarbrunnur 130 – 134: Bjarg íbúðafélag ASÍ og BSRB byggir 44 íbúðir
• Urðarbrunnur 33 – 35: Bjarg íbúðafélag ASÍ og BSRB byggir 32 íbúðir
• Vesturbugt: Vesturbugt ehf. félag VSÓ ráðgjafar í samstarfi við Reykjavíkurborg byggir 176 íbúðir
• Eggertsgata: Félagsstofnun Stúdenta byggir 230 íbúðir

Heimild: Vb.is