Home Fréttir Í fréttum Hrepptu stóra samninga við borgina í skugga 240 milljóna gjaldþrots

Hrepptu stóra samninga við borgina í skugga 240 milljóna gjaldþrots

145
0
Mynd: Reykjavik.is

Reykjavíkurborg stundar umfangsmikil viðskipti við kennitöluflakkara.

<>

Í vikunni var tilkynnt um að skiptum væri lokið á búinu G1000 ehf. Alls var kröfum upp á rúmlega 247 milljónir króna lýst í búið.

Forgangskröfur upp á um sex milljónir króna fengust greiddar að fullu en aðeins var hægt að greiða rúmlega 16 milljónir króna af almennum kröfum.

G1000 ehf. hét áður GT verk ehf. en á dögunum var annað félag í eigu sömu aðila, GT hreinsun ehf. hlutskarpast í tveimur stórum útboðum Reykjavíkurborgar.

Alls hljóða verkin upp á rúmlega 300 milljónir króna.

Um er að ræða enn eitt dæmið um viðskipti Reykjavíkurborgar við kennitöluflakkara.

Breyttu um nafn rétt fyrir þrot

Fyrirtækið GT verktakar ehf. var stofnað árið 2001 af Gísla G. Sveinbjörnssyni og Trausta Finnbogasyni.

Þegar ljóst var í hvað stefndi, í júlí 2014, var nafni fyrirtækisins breytt í G1000 ehf. Slíkt er yfirleitt gert til þess að gjaldþrot fyrirtækisins veki ekki eins mikla eftirtekt.

Í auglýsingum Lögbirtingablaðsins gætu einhverjir kannast við GT verktaka en fáir kveikja á heitinu G1000 ehf.

Fyrirtækið var síðan lýst gjaldþrota í mars 2015 og rúmum tveimur og hálfu ári síðar var skiptum loks lokið.

Árið 2004 var fyrirtækið Talnabær ehf. stofnað en reksturinn snerist um ýmiss konar bókhald.

Sex árum síðar, í október 2010, eignuðust Trausti og Gísli fyrirtækið og breyttu nafni þess í GT hreinsun ehf.

Þá voru rekstrarerfiðleikar farnir að láta á sér kræla í tengslum við GT verk ehf. og því handhægt að hafa aðra kennitölu til taks.

Það kom á daginn þegar áðurnefnt þrot GT verks ehf. (G1000 ehf.) gekk í gegn en þá hófu Gísli og Trausti sambærilegan rekstur í gegnum GT hreinsun ehf.

Hringekjan var síðan fullkomnuð þegar nafni GT hreinsun ehf. var breytt í GT verktakar ehf. í ágúst á þessu ári.

Heimild: DV.is