Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Eitt tilboð barst í utanhússklæðningu á sorpflokkunarstöð í Vestmannaeyjum

Opnun útboðs: Eitt tilboð barst í utanhússklæðningu á sorpflokkunarstöð í Vestmannaeyjum

106
0

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni var greint frá því að þann 25. september hafi verið opnuð tilboð í utanhússklæðningu á sorpflokkunarstöð við Eldfellsveg.

<>

Eitt tilboð barst frá Landsstólpa ehf og Skipalyftunni ehf. Tilboðið hljóðaði upp á 17.992.177 kr. Verktími er febrúar til maí 2018.

Ráðið fól framkvæmdastjóra að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, segir í bókun framkvæmda- og hafnarráðs.

Heimild: Eyjar.net