Home Fréttir Í fréttum Risahótel sem er ætlað fyrir gesti sem vilja týna sér í náttúrunni

Risahótel sem er ætlað fyrir gesti sem vilja týna sér í náttúrunni

134
0
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhuguðu lúxushóteli félags Ólafs Ólafssonar á Snæfellsnesi. Johannes Torpe Studios/Ikonoform

Hundrað og fimmtíu herbergja lúxushótel og heilsulind mun rísa á landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi gangi áform fasteignafélagsins Festi eftir. Félagið er í eigu Ólafs Ólafssonar aðaleiganda Samskipa, en danska hönnunarstofan Johannes Torpe Studios sá um að hanna hótelið og heilsulinda.

Heilsulindin verður 800 fermetrar að stærð ásamt lóni sem verður eitt þúsund fermetrar að stærð.

Johannes Torpe Studios/Ikonoform

Í tilkynningu frá dönsku hönnunarstofunni kemur fram að innblástur að verkefninu hafi verið fenginn úr sögu Bárðar Snæfellsáss, sem ákvað að yfirgefa jarðir sínar og hverfa í Snæfellsjökul sökum þess að hann ætti ekki skap með mönnum.

Johannes Torpe Studios/Ikonoform

Er verkefnið titlað The Red Mountain Resort og sagt afdrep fyrir fólk sem hverfa úr daglegu amstri og týna sér i íslenskri náttúru.

Johannes Torpe Studios/Ikonoform

Í umsögn um verkefnið kemur fram að náttúran muni leika stórt hlutverk á þessu hóteli en byggingin muni þó veita gestum skjól fyrir harðneskjunni. Mikið útsýni verður frá hóteli og mun manngerða lónið flæða í gegnum móttöku þess, og þannig afmá mörkin milli þess að vera innan- og utandyra.

Johannes Torpe Studios/Ikonoform

„Við vildum skapa þá sjónhverfingu að fólki líði eins og það sé að ganga inn í aðra veröld þegar það mætir á hótelið. Veröld sem virkjar skynfæri gesta á þann hátt sem er ekki mögulegt í daglegu amstri,“ er haft eftir Johannes Torpe.

Johannes Torpe Studios/Ikonoform

Heimild: Visir.is

Previous article03.11.2017 Tilboð óskast í timburhús án lóðaréttinda til brottflutnings
Next articleByggingarfélag Gylfa og Gunnars fær tvo nýja Volvo FH dráttarbíla