Home Fréttir Í fréttum Byggingarfélag Gylfa og Gunnars fær tvo nýja Volvo FH dráttarbíla

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars fær tvo nýja Volvo FH dráttarbíla

274
0

Bygg fékk í dag afhenta tvo nýja glæsilega Volvo FH 6x4T 540 hestafla dráttarbíla ásamt nýjum malarvögnum frá Reisch í Þýskalandi. Höfum við nýverið gert samning við Reisch vagnaframleiðandann um sölu og þjónustu á þessum vögnum hér hjá okkur í Brimborg Volvo atvinnutækjum. Volvo FH dráttarbifreiðaranar eru mjög vel útbúnar í alla staði með VDS Volvo Dynamic Steering, Dual Clutch gírkassanum, retarder vökvabrems og VEB+ öflug mótorbrems, leðurinnrétting og mörgu fl.

<>

Reisch er 65 ára gamalt fyrirtæki og byggir því á gömlum traustum grunni. Malarvagnarnir eru sér hannaðir aftan í  10 hjóla dráttarbíla en að baki liggur hið minnsta ½ árs vinna við hönnun á vögnunum til að mæta kröfum okkar viðskiptavina hér á landi. Undir malarvögnunum eru nýðsterkir SAF öxlar og lengri strututjakkur þannig að lyftingin verður 52°. Í skúffunum er Hardox 450 sem eykur styrk og endingu vagnanna.

Heimild: volvotrucks.is