Home Fréttir Í fréttum Kostar 4 milljarða að klára húsið við Urðarhvarf 8

Kostar 4 milljarða að klára húsið við Urðarhvarf 8

705
0
Húsið Urðarhvarf 8 í Kópavogi er ríflega 16 þúsund fermetrar. Mynd: vb.is/Haraldur Guðjónsson

Húsið við Urðarhvarf 8 hefur staðið autt síðan árið 2010 enda á enn eftir að klára húsið.

<>

jóra milljarða kostar að klára stórhýsið við Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Þetta skrifstofu- og verslunarhúsnæði er ríflega 16 þúsund fermetrar og hefur staðið autt síðan það var reist árið 2010 enda er húsið enn fokhelt. Íslandsbanki eignaðist fasteignina árið 2011 eftir skuldauppgjör við fyrri eiganda. Í desember 2014 seldi bankinn eignina til fyrirtækisins Heilsubogans ehf. Í tilkynningu frá bankanum sagði að kaupverðið væri trúnaðarmál en samkvæmt ársreikningi Heilsubogans fyrir árið 2014 kemur fram að kaupverðið hafi verið 730 milljónir króna. Í ársreikningi Heilsubogans fyrir árið 2016 er fasteignin bókfærð á 954 milljónir króna. Skuldir félagsins nema 1.014 milljónum króna og eru það allt skammtímaskuldir.

Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri Heilsubogans, segir að nú sé verið að koma hita á húsið. Það sé nauðsynlegt til að halda því við.

„Síðan þurfum við að finna leigutaka með haustinu til þess að geta klárað framkvæmdirnar en í dag er húsið rúmlega fokhelt,” segir Guðmundur. „Það kostar um fjóra milljarða að klára húsið. Áður en lagt verður í slíkar framkvæmdir er nauðsynlegt að fá kjölfestuleigutaka, þá er ég tala um fyrirtæki, sem þarf kannski 4 til 5 þúsund fermetra undir sína starfsemi.”

Heimild: Vb.is