Home Fréttir Í fréttum Nýbygging hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg

Nýbygging hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg

87
0

Niðurstaða hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimilið mun liggja fyrir um miðjan október 2017

<>

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd velferðarráðuneytis og Sveitarfélagsins Árborgar, bauð til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg í maí síðastliðnum. Um er að ræða 50 hjúkrunarrými á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Nýbyggingin má vera að hámarki 3.250 m².

Skilafrestur tillagna var til 5. september 2017. Í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og þeim verði lokið vorið 2020.

Dómnefnd er núna að störfum en alls bárust 17 tillögur. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir um miðjan október 2017.

Samkeppnin fór fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.

Heimild:Fsr.is