Home Fréttir Í fréttum Ný stórskipahöfn í Nuuk

Ný stórskipahöfn í Nuuk

148
0
Ljósmynd: Christoffer Guldbrandsen Møller

Fyrsta stórskipahöfn Grænlendinga var opnuð í Nuuk í sumar og markar nýja höfnin þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins sem til þessa hefur liðið fyrir plássleysi og þ.a.l. afmörkuð viðskiptatækifæri.

<>

Með tilkomu stærri hafnar skapast því frekari tækifæri til að auka efnahags- og atvinnumöguleika Grænlendinga.

Margvíslegur efnahagslegur ávinningur
Þannig skapast fleiri möguleikar varðandi meðhöndlun, afhendingu og inn- og útflutning á vörum til og frá landinu. Að auki geta Grænlendingar afhent vöru sjálfir beint til neytenda í stað þess að fara í gegnum Álaborg í Danmörku eins og hefur verið til þessa.

Ljósmynd: Christoffer Guldbrandsen Møller

Samsstarfssamningur um vöruflutninga hefur verið gerður við Eimskip og sjá Grænlendingar fyrir sér að á milli 50 til 100 ný störf skapist í Nuuk við þessar aðgerðir ásamt því sem önnur starfsemi á Norður Jótlandi færist til Grænlands.

Ljósmynd: Christoffer Guldbrandsen Møller

Með tilkomu nýrrar hafnar verður einnig hægt að taka á móti stærri flutningaskipum og skemmtiferðaskipum auk þess sem allt hafnarsvæðið verður stærra. Nýjar byggingar á hafnarsvæðinu hafa risið og mun öll aðstaða batna til muna og efla athafnalíf á svæðinu.

Ljósmynd: Christoffer Guldbrandsen Møller

Íslendingar hafa komið að verkefninu
EFLA verkfræðistofa sá um hönnun bygginga á svæðinu, þ.e. hönnunarstýringu, burðarvirki, raflagnir, hljóðvist, brunahönnun, lagnir og loftræsingu.

Aðkoma Íslendinga að verkefninu hefur verið með fjölbreyttum hætti eins og t.d. verkfræðiráðgjöf, byggingarvinna, jarðvinna, boranir og eftirlit. Aðrir samstarfsaðilar eru Per Aarsleff, Ístak, Rambøll DK ásamt undirverktökum.

Heimild: Efla.is